Skip to main content
search

Bæjarstjórnarfundur 10. október

Vakin er athygli á því að 324. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar fimmtudaginn 10. október 2019 kl. 16:00.

Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má nálgast hér.

Dagskrá fundar:

 1. Rebekka Unnarsdóttir og Patrick Roloff mæta á fundinn til að ræða um tjaldstæðin í Snæfellsbæ. 
 2. Ingigerður Stefánsdóttir, leikskólastjóri, mætir á fundinn til að ræða hugmyndir um ungbarnadeild. 
 3. Fundargerð 308. fundar bæjarráðs Snæfellsbæjar, dags. 19. september 2019. 
 4. Fundargerð 130. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 4. október 2019. 
 5. Fundargerðir 185. og 186. fundar menningarnefndar, dags. 15. september og 1. október 2019. 
 6. Fundargerð fræðslunefndar, dags. 16. september 2019. 
 7. Fundargerðir 873. og 874. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 30. ágúst og 27. september 2019. 
 8. Fundargerð 415. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 26. september 2019. 
 9. Fundargerð 17. aðalfundar fulltrúaráðs Eignaharslfélagsins Brunabótafélag Íslands, dags. 20. september 2019. 
 10. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 25. september 2019, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Lýsdals ehf., um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II, minna gistiheimili, að Lýsudal í Staðarsveit, Snæfellsbæ. 
 11. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 30. september 2019, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Blue View ehf., um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II, minna gistiheimili, að Öxl í Breiðuvík, Snfæfellsbæ. 
 12. Minnisblað frá bæjarstjóra, dags. 8. október 2019, varðandi landsvæði til að kolefnisjafna. 
 13. Bréf frá Ragnheiði Víglundsdóttir, dags. 7. október 2019, varðandi tiltekt í geymslu Pakkhússins á Hellissandi. 
 14. Bréf frá Laufeyju Helgu Árnadóttur, dags. 4. október 2019, varðandi fatasölur í húsnæði Snæfellsbæjar. 
 15. Bréf frá Lionsklúbbnum Rán, dags. 23. september 2019, varðandi ósk um niðurfellingu á leigu í Klifi þann 28. september s.l. vegna Nesballs eldri borgara. 
 16. Bréf frá Adelu Marcelu Turloiu, Helgu Guðrúnu Sigurðardóttur, Karitas Hrafns Elvarsdóttur og Sigrúnu Erlu Sveinsdóttur, dags. 18. september 2019, varðandi bættari útileikja- og afþreyingaraðstöðu barna er búa í Rifi. 
 17. Bréf frá Kára Viðarssyni, dags. 7. október 2019, varðandi starfsmannaferðir á leiksýninguna „Ókunnugur“ í Frystiklefanum í Rifi. 
 18. Bréf frá Berginu headspace, dags. 8. október 2019, varðandi ósk um rekstrarstyrk 2020. 
 19. Bréf frá Tré lífsins, dags. 20. september 2019, varðandi Minningargarða. 
 20. Bréf frá Æskulýðssambandi Þjóðkirkjunnar, dags. 27. maí 2019, varðandi ósk um styrk til að halda landsmót í Ólafsvík helgina 25. – 27. október 2019. 
 21. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 5. september 2019, varðandi yfirlýsingu um samstarf sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. 
 22. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 19. september 2019, varðandi hvatningu til sveitarstjórna í tengslum við Skólaþing sveitarfélaga 2019. 
 23. Leiðbeinandi álit Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 1. október 2019, varðandi tvöfalda skólavist barna í leik- eða grunnskóla. 
 24. Til kynningar: siðareglur kjörinna fulltrúa Akureyrarbæjar, samskiptasáttmáli kjörinna fulltrúa Akureyrarbæjar og leiðbeiningar um skráningu kjörinna fulltrúa hjá Akureyrarbæ á fjárhagslegum hagsmunum og trúnaðarstörfum. 
 25. Bréf frá Auði Kjartansdóttur, dags. 7. október 2019, varðandi úrsögn úr umhverfis- og skipulagsnefnd. 
 26. Tillögur frá J-listanum:  
  1. Tillaga um lækkun fasteignagjalda. 
  2. Tillaga um að endurskoða núverandi fyrirkomulag á unglingavinnunni. 
  3. Tillaga um að auka flokkun og stíga skrefið enn lengra í umhverfismálum. 
  4. Tillaga um yfirmann unglingavinnunnar. 
 27. Viðauki við fjárhagsáætlun 2019: lagt fram á fundinum.
 28. Bréf frá öllum börnum í Rifi varðandi hoppudýnu og kofa. 
 29. Minnispunktar bæjarstjóra.  

Snæfellsbæ8. október 2019 

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri