Skip to main content
search

Bæjarstjórnarfundur 12. nóvember 2019

Vakin er athygli á því að 325. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar þriðjudaginn 12. nóvember 2019 kl. 16:00.

Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má nálgast hér.

Dagskrá fundar:

 1. Fundargerð 309. fundar bæjarráðs Snæfellsbæjar, dags. 24. október 2019.
 2. Fundargerð velferðarnefndar, dags. 22. október 2019.
 3. Fundargerð 187. fundar menningarnefndar, dags. 30. október 2019.
 4. Fundargerð 131. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 7. nóvember 2019.
 5. Fundargerð 87. fundar íþrótta- og æskulýðsnefndar, dags. 1. október 2019.
 6. Fundargerð ungmennaráðs, dags. 10. september 2019.
 7. Fundargerð 416. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 18. október 2019.
 8. Fundargerð 875. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 25. október 2019.
 9. Bréf frá Júníönu Björgu Óttarstóttur, dags. 16. október 2019, varðandi úrsögn úr félagsþjónustunefnd Snæfellinga.
 10. Bréf frá Írisi Ósk Jóhannsdóttur, dags. 29. október 2019, varðandi ósk um niðurgreiðslu á tónlistarnámi í Tónlistarskóla Akraness á þessu skólaári.
 11. Bréf frá framkvæmdastjóra HSH, dags. 24. október 2019, varðandi ósk um styrk vegna stefnumótunarverkefna HSH.
 12. Bréf frá velferðarnefnd, dags. 22. október 2019, varðandi aðgengismál í félagsheimilum Snæfellsbæjar.
 13. Bréf frá Hildigunni Haraldsdóttur, dags. 6. nóvember 2019, varðandi vatnsveitu á Hellnum.
 14. Bréf frá formanni heilbrigðisnefndar Vesturlands, dags. 31. október 2019, varðandi viðbótarframlag til HeV.
 15. Bréf frá formanni Skógræktarfélags Ólafsvíkur, dags. 4. nóvember 2019, varðandi 50 ára afmæli félagsins á árinu 2020.
 16. Bréf frá Rebekku Unnarsdóttur, ódags., með greinargerð um geymslu safnmuna Pakkhússins.
 17. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 30. október 2019, varðandi jafnréttisáætlanir sveitarfélaga.
 18. Bréf frá Mannvirkjastofnun, dags. 22. október 2019, varðandi úttekt á slökkviliði Snæfellsbæjar 2019.
 19. Bréf frá Skipulagsstofnun, dags. 25. október 2019, varðandi umsagnarbeiðni við golfvöll við Rif.
 20. Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga, ódags., varðandi áreiðanleikakönnun viðskiptamanna í tengslum við aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
 21. Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga, ódags., varðandi breytilega vexti LS.
 22. Bréf frá tæknifræðingi, dags. 11. nóvember 2019, varðandi starf garðyrkjumanns í Snæfellsbæ – lagt fram á fundinum.
 23. Bréf frá tæknifræðingi, dags. 11. nóvember 2019, varðandi framkvæmdir á efri hæð sundlaugar Snæfellsbæjar – lagt fram á fundinum.
 24. Bréf frá tæknifræðingi, dags. 11. nóvember 2019, varðandi úrvinnslu á verkefninu Betri Snæfellsbær – lagt fram á fundinum.
 25. Tillaga að gjaldskrám Snæfellsbæjar fyrir árið 2020.
 26. Fjárhagsáætlun Snæfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2020 – fyrri umræða.
 27. Minnispunktar bæjarstjóra.

Snæfellsbæ, 8. nóvember 2019

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri