Skip to main content
search

Bæjarstjórnarfundur 2. febrúar 2023

Vakin er athygli á því að 367. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar fimmtudaginn 2. febrúar 2023 kl. 16:00.

Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má nálgast hér.

Dagskrá fundar:

  1. Heimir Berg, markaðs- og kynningarfulltrúi Snæfellsbæjar, mætir á fundinn og fer yfir það sem er helst á döfinni.
  2. Fundargerð 210. fundar Breiðafjarðarnefndar, dags. 6. desember 2022.
  3. Fundargerð 449. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 20. janúar 2023.
  4. Fundargerð 917. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 20. janúar 2023.
  5. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 26. janúar 2023, varðandi boðun landsþings.
  6. Þakkarbréf frá skóladeild UMFG vegna styrks á árinu 2023.
  7. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 20. janúar 2023, varðandi ósk um umsögn Snæfellsbæjar um umsögn Þuríðar Maggýjar Magnúsdóttur um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II, H-frístundahús að Nónhóli á Arnarstapa, Snæfellsbæ.
  8. Bréf frá skólastjóra Grunnskóla Snæfellsbæjar, dags. 25. janúar 2023, varðandi viðhaldsmál Grunnskólans.
  9. Minnispunktar bæjarstjóra.

Snæfellsbæ, 31. janúar 2023
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri