
Vakin er athygli á því að 365. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar fimmtudaginn 22. desember kl. 10:00.
Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má nálgast hér.
Dagskrá fundar:
- Fundargerð 166. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 20. desember 2022.
- Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 19. desember 2022, varðandi hækkun útsvarsálagningar.
- Bréf frá valnefnd umdæmisráðs, dags. 16. desember 2022, varðandi samning um rekstur umdæmisráðs landsbyggða.
- Bréf frá Matvælaráðuneytinu, dags. 12. desember 2022, varðandi úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2022/2023.
- Minnispunktar bæjarstjóra.
Snæfellsbæ, 20. desember 2022.
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri