
Ljósmynd: Oliver Degener.
Vakin er athygli á því að 369. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar fimmtudaginn 23. mars 2023 kl. 16:00.
Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má nálgast hér.
Dagskrá fundar:
- Fundargerð 169. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 21. mars 2023.
- Fundargerð fræðslunefndar, dags. 7. mars 2023.
- Fundargerð 11. fundar framkvæmdateymis Snæfellsbæjar, dags. 7. mars 2023.
- Fundargerð 202. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga, dags. 14. mars 2023.
- Fundargerð 180. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands, dags. 15. mars 2023.
- Fundargerð 919. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 28. febrúar 2023.
- Fundargerð 920. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 17. mars 2023.
- Fundargerð 450. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 17. febrúar 2023.
- Dagskrá aðalfundar Sorpurðunar Vesturlands, dags. 22. mars 2023.
- Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags 1. mars 2023, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Vetrarþjónustunnar ehf. um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II, frístundahús, að Jaðri 2 á Arnarstapa, Snæfellsbæ.
- Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 8. mars 2023, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Ólafsvík Guesthouse ehf. um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II, tegund B-stærra gistiheimili, að Brautarholti 7, e.h., í Ólafsvík, Snæfellsbæ.
- Bréf frá Eyja- og Miklaholtshreppi, dags. 13. mars 2023, varðandi skólamál.
- Bréf frá Innviðaráðuneytinu, dags. 15. mars 2023, varðandi hvatningu vegna tillagna verkefnisstjórnar um bættar starfsaðstæður kjörinna fulltrúa.
- Bréf frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dags. 10. mars 2023, varðandi Heilsueflandi samfélag.
- Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 17. mars 2023, varðandi betri vinnutíma í leikskólum.
- Minnispunktar bæjarstjóra.
Snæfellsbæ, 21. mars 2023
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri