Skip to main content
search

Bæjarstjórnarfundur 3. júní 2021

Vakin er athygli á því að 346. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar fimmtudaginn 3. júní kl. 16:00.

Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má nálgast hér.

Dagskrá fundar:

 1. Kosning forseta bæjarstjórnar til eins árs.
 2. Kosning 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar til eins árs.
 3. Kosning þriggja aðila og jafnmargra til vara í bæjarráð til eins árs.
 4. Tilnefning í íþrótta- og æskulýðsnefnd Snæfellsbæjar. Frestað frá síðasta fundi.
 5. Fundargerð menningarnefndar, dags. 5. maí 2021.
 6. Fundargerð 92. fundar íþrótta- og æskulýðsnefndar, dags. 3. maí 2021.
 7. Fundargerð 149. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 31. maí 2021.
 8. Fundargerð 117. fundar stjórnar FSS, dags. 26. apríl 2021.
 9. Fundargerð 191. fundar Breiðafjarðarnefndar, dags. 20. apríl 2021.
 10. Fundargerð aukaaðalfundar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, dags. 20. maí 2021.
 11. Fundargerð 898. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 28. maí 2021.
 12. Fundargerð 434. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 30. apríl 2021.
 13. Fundargerð 63. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 26. apríl 2021.
 14. Bréf frá skipulags- og byggingarfulltrúa, dags. 18. maí 2021, varðandi deiliskipulagsbreytingu í Brekkunni í Ólafsvík.
 15. Bréf frá Ástu Pálsdóttur, dags. 14. maí 2021, varðandi hugmynd að Sáinu í Ólafsvík.
 16. Bréf frá öldungaráði, dags. 1. júní 2021, varðandi íbúðamál eldri borgara í Snæfellsbæ.
 17. Bréf frá öldungaráði, dags. 1. júní 2021, varðandi hreinsun lóða eldri borgara og öryrkja.
 18. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 21. maí 2021, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Sker Restaurant um leyfi til reksturs veitingastaðar í flokki II, veitingahús, sem rekið verður að Grundarbraut 2 í Ólafsvík, Snæfellsbæ.
 19. Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 7. maí 2021, varðandi gjaldskrár vatnsveitna.
 20. Bréf frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, ódags., varðandi úrskurð vegna Fjárborgar 10d.
 21. Bréf frá Heilbrigðisráðuneytinu, dags. 20. maí 2021, varðandi úthlutun úr Framkvæmdasjóði aldraðra árið 2021.
 22. Minnisblað vegna sameiningar Kjósarhrepps við Heilbrigðiseftirlit Vesturlands, dags. 26. maí 2021.
 23. Bréf frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, dags. 28. maí 2021, varðandi umburðarbréf vegna breyting á jarðlögum nr. 81/2004.
 24. Bréf frá stjórn Félags atvinnurekanda, dags. 1. júní 2021, varðandi ályktun vegna fasteignamats 2022.
 25. Bréf frá Skógræktinni, dags. 10. maí 2021, varðandi Bonn-áskorunina um útbreiðslu skóga.
 26. Bréf frá Samtökum grænkera á Íslandi, dags. 12. maí 2021, varðandi framboð grænkerafæðis í leik- og grunnskólum.
 27. Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu, dags. 12. maí 2021, varðandi aukinn stuðning við félagsstarf fyrir fullorðið fatlað fólk sumarið 2021 vegna Covid 19.
 28. Umboð til bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar.
 29. Minnispunktar bæjarstjórnar.

Snæfellsbæ, 1. júní 2021.
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri