Skip to main content
search

Bæjarstjórnarfundur 31. mars 2022

Vakin er athygli á því að 356. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar fimmtudaginn 31. mars 2022 kl. 16:00.

Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má nálgast hér.

Dagskrá fundar:

 1. Fundur með stjórn Félags eldri borgara.
 2. Fundur með ungmennaráði.
 3. Fundargerð 158. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 2. mars 2022. Liður 6, sem frestað var á síðasta fundi bæjarstjórnar.
 4. Fundargerð 125. fundar stjórnar FSS, dags. 10. febrúar 2022.
 5. Fundargerð 199. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga, dags. 16. febrúar 2022.
 6. Fundargerð aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, dags. 16. mars 2022.
 7. Fundargerð 175. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands, dags. 7. mars 2022.
 8. Fundargerð 26. aðalfundar Sorpurðunar Vesturlands, dags. 16. mars 2022.
 9. Fundargerð 907. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 25. febrúar 2022.
 10. Fundargerð 908. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 25. mars 2022.
 11. Fundarboð aðalfundar Lánasjóðs sveitarfélags ohf., dags. 1. apríl 2022.
 12. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 16. mars 2022, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Út og suður efh. um leyfi til að reka gististað í flokki II, tegund H-frístundahús, að Nónhóli á Arnarstapa, Snæfellsbæ.
 13. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 17. mars 2022, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn N18 ehf. um leyfi til að reka gististað í flokki II, tegund H-íbúðir, að Gíslabæ á Hellnum, Snæfellsbæ.
 14. Bréf frá Sveitarfélaginu Vogum, dags. 3. mars 2022, varðandi bókun varðandi Suðurnesjalínu 2.
 15. Bréf frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, dags. 8. mars 2022, varðandi þátttöku í stofnun sjálfseignarstofnunar um nýsköpunarnet Vesturlands.
 16. Bréf frá Dómsmálaráðherra, dags. 22. mars 2022, varðandi endurskipulagningu sýslumannsembætta.
 17. Bréf frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga, dags. 1. febrúar 2022, varðandi skólaakstur 2021.
 18. Bréf frá Eignarhaldsfélaginu Brunabót, dags. 24. mars 2022, varðandi styrktarsjóð EBÍ 2022.
 19. Bréf frá Jafnréttisstofu, dags. 18. mars 2022, varðandi jafnlaunavottun.
 20. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 28. mars 2022, varðandi móttöku flóttamanna.
 21. Bréf frá Römpum upp Ísland, ódags., varðandi aukið aðgengi hreyfihamlaðra.
 22. Bréfa frá Margréti Vigfúsdóttur, dags. 18. mars 2022, varðandi myndgreiningu, nafngreiningu og geymslu gamalla mynda í eigu Snæfellsbæjar.
 23. Jafnlaunamarkmið Snæfellsbæjar.
 24. Jafnlaunastefna Snæfellsbæjar.
 25. Brunavarnaráætlun Slökkviliðs Snæfellsbæjar 2022 – 2026.
 26. Húsnæðisáætlun Snæfellsbæjar 2022.
 27. Ráðning íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.
 28. Minnispunktar bæjarstjóra.

Snæfellsbæ, 29. mars 2022
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri