Skip to main content
search

Bæjarstjórnarfundur 4. október 2022

Vakin er athygli á því að 362. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar þriðjudaginn 4. október kl. 10:00.

Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má nálgast hér.

Dagskrá fundar:

 1. Fundargerð stjórnar Dvalarheimilisins Jaðars, dags. 15. september 2022.
 2. Fundargerð íþrótta- og æskulýðsnefndar, dags. 21. júní 2022.
 3. Fundargerð menningarnefndar, dags. 6. september 2022, ásamt bréfi frá Hollvinafélagi Pakkhússins.
 4. Fundargerð 163. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 29. september 2022.
 5. Fundargerð 65. stjórnar Jeratúns, dags. 26. ágúst 2022.
 6. Tölvubréf frá HeV, dags. 8. september 2022, ásamt fundargerð 177. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands, dags. 7. september 2022.
 7. Fundargerð 445. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 16. september 2022.
 8. Fundargerð 912. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 26. ágúst 2022.
 9. Bréf frá Leikfélaginu Laugu, dags. 10. september 2022, varðandi ósk um niðurfellingu á leigu í Röst vegna leiksýninga í nóvember.
 10. Bréf frá foreldrafélaginu Leik á Hellissandi, dags. 19. september 2022, varðandi mottur á útivistarsvæðinu við leikskólann.
 11. Bréf frá Eélagi eldri borgara í Snæfellsbæ, dags. 22. september 2022, varðandi ósk um niðurfellingu á leigu í Klifi vegna jólabasars þann 20. nóvember 2022.
 12. Bréf frá Árna Guðjóni Aðalsteinssyni, dags. 25. september 2022, varðandi nýbyggingu að Ólafsbraut 23.
 13. Tölvubréf frá Ólafi Stephensen, dags. 21. september 2022, ásamt áskorun frá Félagi atvinnurekenda, Húseigendafélaginu og Landssambandi eldri borgara.
 14. Tölvubréf frá Júlíu Sæmundsdóttur hjá Múlaþingi, dags. 7. september 2022, ásamt samningi um rekstur umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni og erindisbréf valnefndar umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni.
 15. Bréf frá UNICEF, dags. 28. september 2022, varðandi tækifæri barna til áhrifa og ráð ungmenna til ráðamanna.
 16. Bréf frá Skógræktarfélagi Íslands, dags. 22. september 2022, varðandi sveitarfélög, skipulagsáætlanir og framkvæmdaleyfi til skógræktar.
 17. Minnispunktar bæjarstjóra.

Snæfellsbæ, 30. september 2022
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri