Skip to main content
search

Bæjarstjórnarfundur 6. desember

Vakin er athygli á því að 315. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar, fimmtudaginn 6. desember 2018 kl. 15:00.

Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má sjá með því að smella hér.

Dagskrá fundarins:

 1. Fundargerð 301. fundar bæjarráðs, dags. 25. október 2018.
 2. Fundargerð 1. fundar öldrunarráðs, dags. 29. nóvember 2018.
 3. Fundargerð 120. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 29. nóvember 2018.
 4. Fundargerðir 170., 171., 172., 173., 174., 175., 176. og 177 fundar menningarnefndar, dags. 2., 7., 13., 22., 28., og 30. nóvember, og 1. og 2. desember 2018.
 5. Fundargerð fræðslunefndar, dags. 8. nóvember 2018.
 6. Fundargerð velferðarnefndar, dags. 12. nóvember 2018.
 7. Fundargerð 97. fundar stjórnar FSS, dags. 28. nóvember 2018, ásamt fjárhagsáætlun FSS árið 2019.
 8. Fundargerð 407. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 24. október 2018.
 9. Fundargerð 408. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 23. nóvember 2018.
 10. Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands, dags. 30. október 2018, ásamt fjárhagsáætlun HeV árið 2019.
 11. Bréf frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, dags. 23. nóvember 2018, varðandi umsókn um byggðakvóta fiskveiðiársins 2018/2019.
 12. Bréf frá HSH, dags. 14. nóvember 2018, varðandi framtíðaráform sveitarfélagsins í íþróttamálum.
 13. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 4. desember 2018, varðandi umboð til kjara-samningsgerðar.
 14. Bréf frá Umhverfis- og auðlinaráðuneytinu, dags. 20. nóvember 2018, varðandi tilnefningu í ráðgjafanefnd um þjóðgarðinn Snæfellsjökul.
 15. Bréf frá Veraldarvinum, dags. 28. nóvember 2018, varðandi samstarf á árinu 2019.
 16. Bréf frá Verkis, dags. 25. september 2018, varðandi hreinsun fráveitu í Snæfellsbæ.
 17. Bréf frá Yfirfasteignamatsnefnd, dags. 25. október 2018, varðandi Kólumbusarbryggju 1, ásamt tölvubréfi frá Svein Jónatanssyni, lögmanni Snæfellsbæjar, dags. 12. nóvember 2018, varðandi sama mál.
 18. Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 7. nóvember 2018, varðandi viðauka við fjárhagsáætlun.
 19. Bréf frá Hafnasambandi Íslands, dags. 26. nóvember 2018, varðandi ályktun 41. hafnasambandsþings um öryggi í höfnum.
 20. Samantekt frá Deloitte á rekstri sjávarútvegsfélaga á Austurlandi, Grindavík, Vestmannaeyjum, Snæfellsnesi og Vestfjörðum.
 21. Bréf frá fulltrúum D-listans í bæjarstjórn, dags. 3. desember 2018, varðandi frístundastyrk, ásamt reglum um frístundastyrki í Snæfellsbæ.
 22. Fundargerð frá opnun verðkönnunar í tryggingar fyrir Snæfellsbæ og Hafnarsjóð, dags. 29. nóvember 2018.
 23. Bréf frá Golfklúbbnum Jökli, dags. 27. nóvember 2018, varðandi ósk um fjárframlag frá Snæfellsbæ til að gera nýjan golfvöll í Rifi.
 24. Bréf frá bæjarritara, dags. 22. nóvember 2018, varðandi ósk um aukafjárveitingu vegna snjómoksturs á árinu 2018.
 25. Bréf frá forstöðumanni Jaðars, ódags., varðandi ósk um aukafjárveitingu, ásamt útreiknaðri þörf á breytingu á fjárhagsáætlun Jaðars fyrir árið 2018.
 26. Bréf frá Guðrúnu M Magnúsdóttur, verkefnastjóra Umhverfisvottunar Snæfellsness, dags. 6. september 2018, varðandi kynningu á umhverfisvottunarverkefninu. Guðrún mætir á fundinn.
 27. Gjaldskrár Snæfellsbæjar fyrir árið 2019.
 28. Fjárhagsáætlun Snæfellsbæjar, A- og B- hluta stofnana fyrir árið 2019. Seinni umræða.
 29. Þriggja ára áætlun A- og B-hluta stofnana Snæfellsbæjar fyrir árin 2020-2022.
 30. Minnispunktar bæjarstjóra.