Skip to main content
search

Bætt umferðaröryggi í þéttbýli Snæfellsbæjar

Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur ákveðið, að fengnum tillögum Snæfellsbæjar, að hraðamörk á götum í þéttbýli sveitarfélagsins verði 30 km á klst.

Óbreytt hraðamörk verða á Útnesvegi í gegnum Hellissand og Ennis- og Ólafsbraut í gegnum Ólafsvík.

Starfsmenn Snæfellsbæjar munu á næstu dögum setja upp ný umferðarmerki sem gefa til kynna breytt hraðamörk.

Í nýjum umferðarlögum sem taka gildi 1. janúar 2020 er m.a. kveðið á um það að hámarksökuhraða skuli tilgreina í heilum tugum, að undanteknum hámarkshraðanum 15 km á klst. 

Lögreglan efast ekki um að ökumenn munu taka fullt tillit til framangreindra breytinga.