Skip to main content
search

Blóðsykursmæling í boði Lionsklúbba og heilsugæslustöðvarinnar

Í tilefni af alþjóðlegum degi sykursjúkra 14. nóvember munu Lionsklúbbarnir í Snæfellsbæ í samstarfi við Heilsugæslustöðina bjóða íbúum Snæfellsbæjar upp á mælingu á blóðsykri auk þess sem hægt verður að mæla blóðþrýsting.

Mæling fer fram í Átthagastofu Snæfellsbæjar á morgun, fimmtudag 14. nóvember, frá kl. 13 – 16.

Eru íbúar hvattir til að mæta og stendur mæling öllum til boða.