Skip to main content
search

Bókasafn Snæfellsbæjar áfram lokað en hægt að panta bækur

Bókasafn Snæfellsbæjar verður áfram lokað til 9. desember, en þá verður staðan tekin með tilliti til þeirra sóttvarnarreglna sem verða í gildi á þeim tíma. Meginástæða þess að bókasafnið verður lokað er sú að þar eru mikil þrengsli og loftræsting ekki góð.

Við viljum samt minna gesti bókasafnsins á að bókavörðurinn okkar er í vinnu og hægt er að panta tíma innan hefðbundins opnunartíma til að koma á bókasafnið. Jafnfræmt er hægt að hafa samband við hana til að panta bækur og sækja þær á bókasafnið eftir samkomulagi.

Síminn hjá Fríðu, bókaverði, er 893-3442, en einnig er hægt að hafa samband í tölvupósti á smyrill1@simnet.is eða bokasafn@snb.is

Opnunartími bókasafns veturinn 2020/2021:

  • Mánudaga frá 16:00 – 18:00
  • Þriðjudaga frá 10:00 – 13:00 og 20:00 – 22:00
  • Miðvikudaga frá 16:00 – 18:00
  • Fimmtudaga frá 10:00 – 13:00
  • Föstudaga frá 13:00 – 15:00