Skip to main content
search

Bókaveisla á Klifi 8. desember

Bókaveisla Grunnskóla Snæfellsbæjar verður haldin í félagsheimilinu Klifi fimmtudaginn 8. desember og hefst kl. 20:00.

Nemendur úr 10. bekk við Grunnskóla Snæfellsbæjar kynna höfunda. Aðgangseyrir 1000 kr. fyrir fullorðna. Börn velkomin í fylgd fullorðinna. Ath. enginn posi er á staðnum.

Eftirfarandi höfundar lesa úr bókum og árita fyrir áhugasama:

  • Rut Guðnadóttir – Heimendir, hormónar og svo framvegis
  • Gerður Kristný – Urta
  • Jón Kalman – Guli kafbáturinn
  • Sigríður Hagalín – Hamingja þessa heims
  • Benný Sif – Gratíana

Öll velkomin.