Skip to main content
search

Breyting aðalskipulags og nýtt deiliskipulag vegna golfvallar sunnan Rifs

Breyting á aðalskipulagi Snæfellsbæjar 2015-2031

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkti á fundi sínum þann 9. janúar 2020 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Snæfellsbæjar 2015 – 2031 dags. 15.11.2019, samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breyting felst í að óbyggðu svæði sunnan Rifs er breytt í íþróttasvæði (ÍÞ-3) þar sem fyrirhugaður golfvöllur mun verða. Breyting verður á þéttbýlisuppdrætti Hellissands/Rifs og greinargerð.

Nýtt deiliskipulag vegna golfvallar sunnan Rifs, Snæfellsbæ

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkti þann 30. janúar 2020 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi golfvallar sunnan Rifs dags. 07.01.2020, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið liggur austan og norðan þjóðgarðsins Snæfellsjökuls og er á Náttúruminjaskrá: svæði nr. 223, utanvert Snæfellsnes.

Deiliskipulag þetta er af fyrirhuguðum golfvelli sunnan Rifs. Gert er ráð fyrir 9 holu golfvelli, tveimur byggingum innan byggingarreits og bílastæðum. Golfskáli verði allt að 120 fermetrar og geymsluhús verði allt að 160 fermetrar. Húsin verði felld vel að landi og verði lágreist vegna nálægðar við lendingarstað.

Tillögurnar liggja frammi í Ráðhúsi Snæfellsbæjar að Klettsbúð 4, 360 Hellissandi frá 6. febrúar 2020 til 19. mars 2020 og á heimasíðu Snæfellsbæjar, www.snb.is.

Þeim sem eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast til skipulags- og byggingarfulltrúa í síðasta lagi fimmtudaginn 19. mars 2020, annað hvort í Ráðhús Snæfellsbæjar að Klettsbúð 4, 360 Snæfellsbæ eða á byggingarfulltrui@snb.is.

Viðhengi: