Skip to main content
search

Breyting deiliskipulags frístundahúsa á Hellnum

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkti 3. maí 2018 að auglýsa tillögu að breyttu deililiskipulagi frístundahúsa á Hellnum, Snæfellsbæ skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Gerð var breyting árið 2015 vegna vegslóða sem lagður var að Nesi sem öðlaðist ekki gildi. Því er unnið að frágangi hennar nú. Breytingin er fólgin í að breyta lóðarmörkum Þórdísarflatar, Bálhóls og Búðarbrunns að vegslóðanum og þar verður kvöð um aðkomu að Nesi. Auk þess er afmörkun byggingarreita breytt á Búðarbrunni og Bálhóli.

Tillagan mun liggja frammi í Ráðhúsi Snæfellsbæjar, Klettsbúð 4, á opnunartíma frá og með 10. janúar 2019 til og með 21. febrúar 2019.

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til þess að skila inn athugasemdum er til 21. febrúar 2019. Skila skal athugasemdum skriflega til Tæknideildar Snæfellsbæjar, Klettsbúð 4, 360 Hellissandi eða á netfangið: byggingarfulltrui@snb.is.