Skip to main content
search

Dagskrá heilsudaga Snæfellsbæjar 2022

Snæfellsbær gerir heilsu hátt undir höfði dagana 23. – 30. september og heldur heilsudaga Snæfellsbæjar í sjötta skipti og annað skipti sem hluta af ÍSÍ íþróttaviku Evrópu.

Á heilsudögum er lögð áhersla á að bjóða íbúum upp á heilsutengda viðburði og kynningar sem henta öllum aldri. Fyrst og fremst er þetta kynning á þeim heilsutengdu viðburðum sem eru nú þegar í boði í Snæfellsbæ og ættu flestir að geta fundið viðburð sem vekur áhuga.

Íbúar eru hvattir til að mæta á viðburði, skella sér í sund, stunda útivist eða aðra hreyfingu og anda að sér fersku lofti í okkar fallega sveitarfélagi.

Frítt er á fyrirlestra.

Opna dagskrá í góðum gæðum