Skip to main content
search

Dagskrá Heilsuviku Snæfellsbæjar 2019

28/02/2019mars 9th, 2019Fréttir

Heilsuvika Snæfellsbæjar verður haldin í fjórða skipti dagana 8. – 15. mars næstkomandi. Óhætt er að segja að heilsuvikan hafi hitt í mark meðal íbúa Snæfellsbæjar og vakið athygli langt út fyrir bæjarmörkin. Hefur heilsuvikan fest sig í sessi sem einn af hápunktum ársins hjá mörgum íbúum, enda heilsan eitthvað sem öllum er ofarlega í huga.

Það er íþrótta- og æskulýðsnefnd Snæfellsbæjar sem á hrós skilið fyrir glæsilega dagskrá og frítt er á alla viðburði í boði sveitarfélagsins, nema annað sé tekið fram. Hægt er að skoða dagskrá í betri upplausn með því að smella á myndina hér að ofan eða með því að smella á hlekkinn hér að neðan.