
Sandara- og Rifsaragleði verður haldin um helgina. Gleðin hefst á morgun með skemmtilegri kassabílakeppni fyrir ökuþóra á öllum aldri og uppistandsveislu með Sóla Hólm í Frystiklefanum.
Dagskráin er hin glæsilegasta, nóg verður um að vera í bænum og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Skipulagsnefnd og aðrir sem koma að gleðinni með einhverjum hætti eiga hrós skilið fyrir metnaðarfulla dagskrá.
Allir velkomnir – góða skemmtun!
Ljósmynd tekin á Götulistahátíð á Hellissandi síðasta sumar.