Skip to main content
search

Dansað gegn ofbeldi í Frystiklefanum – Milljarður Rís 2020

Dansbyltingin Milljarður rís á vegum UN Women fer fram í Frystiklefanum á Rifi þann 14. febrúar klukkan 12:15 – 13:00. Þetta er í áttunda sinn sem viðburðurinn er haldinn hér á landi. Viðburðurinn fer fram þannig að fólk á öllum aldri kemur saman og dansar fyrir heimi þar sem allir, óháð kyni og kynhneigð, njóta sömu tækifæra án ótta við ofbeldi. Fólk dansar fyrir betri heimi.

Það er óhugnanleg staðreynd að 1 af hverjum 3 konum um heim allan verður fyrir kynbundnu ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni, það er um ein milljón kvenna! Við mjökumst þó hægt í rétta átt og það verður ljósara með hverju árinu sem líður að ofbeldi í garð kvenna verður ekki lengur liðið. Í ár verður kastljósinu beint að stafrænu ofbeldi, sem er sívaxandi vandamál sem Ísland og önnur lönd hafa verið sein að grípa til aðgerða gegn.

Í fyrra var viðburðurinn haldinn í yfir 200 löndum víðs vegar um heiminn, m.a. í Argentínu, Síle, Mexíkó, Bandaríkjunum, Kanada, Spáni, Tyrklandi, Ástralíu, Hong Kong og Filipseyjum. Á Íslandi kom fjöldi fólks saman á öllum aldri um allt land og var dansað gegn kynbundnu ofbeldi í Reykjavík, Akureyri, Neskaupstað, Seyðisfirði, Egilsstöðum, Höfn í Hornafirði, Hómavík, Sauðárkróki og Selfossi. Samtakamátturinn var allsráðandi!

Tónlistarstjóri viðburðarins er sem áður DJ Margeir. Ekki missa af stærstu dansveislu heims – mætum og dönsum gegn ofbeldi!

Í ár er Milljarður rís haldinn á eftirfarandi stöðum: Hörpu í Reykjavík, félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði, Fosshótel á Húsavík, á Egilsstöðum, í félagsheimilinu á Hólmavík, á Selfossi, í Frystiklefanum á Rifi, í Vestmannaeyjum og í Hofi á Akureyri.

Munið myllumerkið #milljarðurrís og #fokkofbeldi.