
Þórunn Ylfa er danskennari og dansari. Hún kemur á Barnamenningarhátíð Vesturlands.
Dansnámskeið fyrir 6 – 16 ára í íþróttahúsinu í Ólafsvík frá kl. 10 – 16, sunnudaginn 11. september.
Allir eru velkomnir sama hvort þeir hafi æft dans áður eða ekki. Dansgleði og skemmtun verður sett í fyrirrúm ásamt því að nemendur fá að kynnast undirstöðu tækni í jazzballett, nútímadansi og skapandi dansi.
Dagskrá:
Hópur 1 (11 ára og yngri)
- 10:00 – 11:15 Tæknitími og dans
- 11:15 -11:30 Nestispása fyrir nemendur
- 11:30 -12:45 Dans, leiklist og skapandi tími
Hópur 2 (12 ára og eldri)
- 13:00- 14:15 Tæknitími og dans
- 14:15 – 14:30 nestispása fyrir nemendur
- 14:30- 16:00 Dans, leiklist og skapandi tími
Um kennarann
Þórunn Ylfa er danskennari og dansari. Hún hlaut BA gráðu í samtímadansi frá Listaháskóla Íslands árið 2015 og stundar nú meistaranám í listkennslufræðum við Listkennsludeild Listaháskóla Íslands. Þórunn Ylfa býr yfir mikilli reynslu í sínu fagi en hún hefur starfað sem danskennari síðustu 12 ár innan listdanskólanna í Reykjavík og hefur þar kennt nemendum á aldrinum 6 – 21 ára nútímadans, ballett, spuna, kóreógrafíu og jazzballett.
Námskeiðið er hluti af Barnamenningarhátíð Vesturlands 2022 og er ókeypis fyrir þátttakendur. Skráning á námskeiðið í netfanginu thorunnylfa@gmail.com.