Skip to main content
search

Einföld ábendingagátt fyrir íbúa

Komdu ábendingum þínum á framfæri með einföldum hætti.

Nú er ábendingagátt komin í loftið þar sem íbúar geta komið hvers konar ábendingum á framfæri með einföldum hætti.

Er eitthvað sem þarfnast lagfæringar og þú vilt koma á framfæri við starfsfólk Snæfellsbæjar? Hvort sem það er eitthvað í umhverfinu, tengist þjónustu Snæfellsbæjar eða öðru sem þú telur eiga erindi við sveitarfélagið, hvetjum við íbúa til að koma ábendingu til okkar svo hægt sé að bregðast við málum.

Ábendingagáttin er aðgengileg á forsíðu vefsíðu Snæfellsbæjar og á meðfylgjandi slóð: snb.is/abendingar.