Skip to main content
search

Fjárveiting til uppbyggingar

04/04/2018maí 8th, 2018Fréttir

Á verkefnaáætlun Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins sem gefin var út sem stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum í lok mars, var áætlað framlag til nokkurra verkefna um allt land.
Það er ánægjulegt að segja frá því að töluverðir fjármunir komu í verkefni í Snæfellsbæ.

Af 158,7 milljónum sem fengust í verkefni á Vesturlandi, komu 121,8 milljónir í Snæfellsbæ. Umhverfisstofnun fékk samtals 79,8 milljónir til uppbyggingar og viðhalds annars vegar í friðlandinu á Arnarstapa/Hellnum og hins vegar á Djúpalónssandi. Einnig fengust 40 milljónir í lokafrágang á Malarrifi og 2 milljónir í göngustígaverkefni á Öndverðarnesi.