Skip to main content
search

Fjölbreytt og skemmtileg sumarstörf fyrir ungmenni hjá Snæfellsbæ

30/03/2022apríl 26th, 2022Fréttir

Snæfellsbær býður ungmennum 18 ára og eldri upp á fjölbreytta og skemmtilega útivinnu í sumar sem hefur það að leiðarljósi að fegra umhverfi Snæfellsbæjar.

Leitað er að sextán einstaklingum til starfa við fjölbreytt og uppbyggileg störf sem samanstanda hvort tveggja af almennum verkefnum Áhaldahúss Snæfellsbæjar og flokkstjórn vinnuskólahópa. Umsækjendur þurfa að vera 18 ára eða eldri og vera reiðubúnir að starfa við áðurtalin störf á þriggja mánaða tímabili, eða frá 16. maí 2022.

Sumarvinna

  • Leitað er að 16 einstaklingum í vinnu.
  • Um er að ræða 100% störf í þrjá mánuði, frá 16. maí 2022.
  • Umsækjendur þurfa að vera 18 ára eða eldri.
  • Umsækjendur þurfa að vera færir um að stýra vinnuskólahópi og hafa áhuga á að vinna með og fræða unglinga.
  • Umsækjendur þurfa að vera duglegir, áhugasamir um útivinnu, tóbakslausir, sjálfstæðir og góðar fyrirmyndir.
  • Þekking á staðháttum í sveitarfélaginu er æskileg.

Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 12. maí 2022. Ekki er tekið við umsóknum að umsóknarfresti liðnum.

Umsóknareyðublöð má nálgast hér að neðan og í Ráðhúsi Snæfellsbæjar. Nánari upplýsingar í síma 433-6900.

Umsóknir berist á skrifstofu Snæfellsbæjar, Klettsbúð 4, 360 Hellissandi, eða á netfangið byggingarfulltrui@snb.is.

Eyðublað