Skip to main content
search

Fjöldi viðburða í Snæfellsbæ fyrir jólin

Það má segja að menningarlíf hér í Snæfellsbæ sé með besta móti nú þegar líða fer að jólum. Fjöldinn allur af viðburðum eru á döfinni og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi eins og sjá má á meðfylgjandi lista. 

 

Viðburðir:

28. nóvember – Jólatónleikar með Guðrúnu Árnýju og skólakór Snæfellsbæjar. Nánar.

28. nóvember – Tónleikar með Moses Hightower í Frystiklefanum. Nánar.

29. nóvember – Kransakvöld á Gilbakka. Nánar.

1 desember – Fullveldishátíð í Grunnskóla Snæfellsbæjar. Nánar.

1 desember – Jólaopnun Pakkhússins hefst. Nánar.

1 desember – Jólaþorp í Átthagastofu. Nánar.

2. desember – Jólaljósin tendruð í Snæfellsbæ. Nánar.

3. desember – Jólatónleikar tónlistarskóla Snæfellsbæjar kl. 17:00.

3. – 16. desember – Bréf til bjargar lífi í Átthagastofu. Nánar.

5. desember – Jólatónleikar eldri nemenda tónlistarskóla Snæfellsbæjar kl. 20:00.

6. desember – Hátíðartónleikar Eyþórs Inga í Klifi. Miðasala. 

8. desember – Krakkaföndur í Pakkhúsi.

10. desember – Jólabókamessa Grunnskóla Snæfellsbæjar í Klifi kl. 20:00.

10. – 13. desember – Jólaútvarp Grunnskóla Snæfellsbæjar á FM 103,5. Nánar.

12. – 23. desember – Jólasveinar heimsækja Pakkhúsið dag hvern kl. 17:00.

15. desember – Tónlistarskóli Snæfellsbæjar spilar í Pakkhúsinu kl. 15:00.

20. desember – Tónlistarskóli Snæfellsbæjar heldur tónleika í Lýsuhólsskóla kl. 13:00.

20. desember – Síðasti dagur til að taka þátt í Piparkökuhúsakeppni.

22. desember – Jólahús Snæfellsbæjar valið og úrslit úr piparkökukeppni kunngjörð.

23. desember – Leikfangahappadrætti Lionsklúbbs Nesþinga á Hellissandi.

23. desember – Jólaglögg í Pakkhúsi í boði Snæfellsbæjar kl. 20:00.

24. desember – Leikfangahappadrætti Lionsklúbbs Ólafsvíkur.

 

Athugið að dagskráin er ekki tæmandi og birt með fyrirvara um breytingar og verður uppfærð ef ábendingar berast. Vanti viðburð á listann má endilega senda ábendingu á netfangið heimir@snb.is.

Gleðilega hátíð!