Skip to main content
search

Fjölskyldusamvera í vetrarfríinu í Snæfellsbæ

Vetrarfrí stendur yfir í grunnskóla Snæfellsbæjar 29. og 30. október nk.

Í ljósi COVID-19 og tilmæla frá Almannavörnum er fólk hvatt til að halda ferðalögum í lágmarki og hefur Snæfellsbær því tekið saman nokkrar skemmtilegar og fjölbreyttar hugmyndir sem geta glatt yngri kynslóðina og stuðlað að ánægjulegra vetrarfríi fyrir alla í þessari viku. 

Samvera foreldra og barna/unglinga er frábær forvörn og nú er einstakt tækifæri til að efla tengslin enn frekar. 

Eigum notalega fjölskyldusamveru í vetrarfríinu.

Vetrarfrí í Snæfellsbæ - skoða hugmyndirVetrarfrí í Snæfellsbæ - skoða hugmyndir