
Héraðssamband Snæfellsness og Hnappadalssýslu og Snæfellsnessamstarfið auglýsir eftir framkvæmdastjóra í hlutastarf. Leitað er að metnaðarfullum, jákvæðum og áhugasömum einstaklingi sem er tilbúinn að taka virkan þátt í starfsemi og þróun félagsins.
Hæfniskröfur:
- Áhugasamur um íþrótta- og æskulýðsstarf
- Stjórnunarreynsla æskileg
- Tölvufærni æskileg
- Samskiptafærni, ríkulegur þjónustuvilji og lipurð í mannlegum samskiptum
- Skipulagshæfileikar, frumkvæði, sjálfstæði og faglegur metnaður
- Hreint sakavottorð
Upplýsingar um starfið veita:
Laufey Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri HSH, í síma 847 – 0830 og netfang hsh@hsh.is.
Freydís Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Snæfellsnessamstarfsins, í síma 824 – 066 og netfang freydis@fsn.is
Umsóknir skal senda á netfangið: kiddimalla@simnet.is.
Umsóknarfrestur er til 11. september 2019.
Mynd af 3. fl kvenna fengin af Facebook-síðu UMF Víkings/Reynis.