Skip to main content
search

Frisbígolfvellir í Ólafsvík, Rifi og Hellissandi

Nýlega var ákveðið að setja upp aðstöðu til að spila frisbígolf í Ólafsvík, á Hellissandi og Rifi. 

Frisbígolf er íþrótt sem nýtur sífellt meiri vinsælda hér á landi en það er í samræmi við það sem er að gerast um allan heim. Íþróttin er einföld og felst í því að koma frisbídisk í mark í sem fæstum köstum. Markið er karfa eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem tekin var í Tröð á Hellissandi.

  • Í Ólafsvík eru fjórar holur í Sjómannagarðinum. Frisbídiska má nálgast á Kaldalæk á opnunartíma.
  • Á Hellissandi eru fjórar holur í Tröð. Frisbídiska má nálgast í Hraðbúðinni N1 á opnunartíma.
  • Á Rifi verða settar upp fjórar holur eftir helgi. Frisbídiska verður hægt að nálgast í Frystiklefanum.

„Frisbígolfvellirnir“ eru opnir allan sólarhringinn þannig að þeir sem eiga frisbígolfdiska geta að sjálfsögðu stundað þessa íþrótt þegar þeim hentar að því gefnu að sýnd verði tillitsemi við íbúa í nærliggjandi húsum.

Eru bæjarbúar hvattir til að nýta sér aðstöðuna og prófa þessa skemmtilegu íþrótt sem hægt er að stunda á öllum aldri.