Skip to main content
search

Frístundabæklingur Snæfellsbæjar

Nýverið var gefinn út frístundabæklingur með helstu upplýsingum um íþrótta- og tómstundastarf í Snæfellsbæ.

Í Snæfellsbæ er fjölbreytt úrval af afþreyingu og útivistarmöguleikum fyrir unga sem aldna, og þá er mikið og blómlegt starf unnið af félagasamtökum um allt sveitarfélagið þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. 

Árið sem er að líða hefur verið einstakt og þess eðlis að ekki hefur verið hægt að halda úti hefðbundum félagsstörfum og æfingum. Það er útlit fyrir að þetta ástand muni halda áfram eitthvað fram á næsta ár og eru upplýsingar í bæklingnum með fyrirvara um það.