Skip to main content
search

Frístundaleiðbeinandi við félagsmiðstöðina Afdrep

Snæfellsbær óskar eftir að ráða frístundaleiðbeinanda í hlutastarf í félagsmiðstöðina Afdrep veturinn 2021 – 2022.

Frístundaleiðbeinandi vinnur faglegt starf með börnum og unglingum.

Helstu verkefni:

  • Skipuleggur starf félagsmiðstöðvar í samvinnu við íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.
  • Starfar með börnum og unglingum í félagsmiðstöðinni.
  • Vinnur að forvörnum á breiðum grunni.
  • Sækir viðburði með börnum/unglingum á vegum félagsmiðstöðvarinnar.

Hæfniskröfur:

  • Reynsla af starfi með börnum og ungmennum er kostur.
  • Góð íslensku og enskukunnátta í ræðu og riti.
  • Umsækjandi þarf að hafa náð 20 ára aldri og hafa hreint sakarvottorð skv. 10. gr. æskulýðslaga (lög nr. 70/2007).
  • Snyrtimennska, góð samskiptahæfni og rík þjónustulund.
  • Heiðarleiki, stundvísi og umburðarlyndi.

Umsóknarfrestur er til 15. ágúst 2021. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. september 2021.

Laun eru greidd skv. kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Samflot bæjarstarfsmannafélaga.

Upplýsingar veitir Laufey Helga Árnadóttir, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, í síma 433 9912, 847 0830 eða á laufey@snb.is.

Vinsamlega sendið umsóknir á netfangið laufey@snb.is.