Skip to main content
search

Frístundastyrkur aðgengilegur í Nóra

Snæfellsbær býður upp á frístundastyrk sem hljóðar upp á 20.000 krónur á ári og gildir til niðurgreiðslu í skipulögðu íþrótta- og tómstundarstarfi fyrir börn og unglinga á aldrinum 5 – 18 ára.

Snæfellsbær vill nú koma því á framfæri að tenging við Nóra-kerfið er komin upp hjá sveitarfélaginu þannig að foreldrar/forráðamenn geta með einfaldari hætti en áður nýtt frístundastyrkinn. Það er einfaldlega gert í Nóra þegar iðkendur eru skráðir til æfinga og lækkar upphæðin þá sem um nemur frístundastyrknum og er upphæðinni sjálfkrafa ráðstafað sem greiðslu upp í æfingagjöld. Þarf því ekki lengur að greiða æfingagjöldin að fullu og sækja um endurgreiðslu til bæjarritara.

Leiðbeiningar um Nóra má nálgast á vef Greiðslumiðlunar. Sjá hér.