Skip to main content
search

Frjálsar ferðir með rútu falla niður til og með 20. mars

Vinsamlegast athugið að frjálsar ferðir með rútunni á milli Ólafsvíkur, Rifs og Hellissands falla niður til og með 20. mars nk. Staðan verður metin í lok vikunnar.

Er þessi ráðstöfun tekin til að fylgja tilmælum yfirvalda um samkomubann. Engar æfingar verða á vegum UMF Víkings/Reynis þessa vikuna og skólastjórnendur í Grunnskóla Snæfellsbæjar hafa jafnframt hvatt foreldra/forráðamenn til að aka börnum í skóla hafi þeir tök á því.