Skip to main content
search

Fundur til kynningar á átaksverkefni SSV um bættan rekstur starfandi fyrirtækja

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi mun halda fundi til að kynna verkefnið „Bættur rekstur – Betri afkoma til að örva nýsköpun í starfandi fyrirtækjum á Vesturlandi 2019“. Verkefnið er áhersluverkefni í Sóknaráætlun Vesturlands og verður unnið í samvinnu við ráðgjafafyrirtækið Áttir ehf.

Fundurinn verður haldinn í Átthagastofu Snæfellsbæjar föstudaginn 15. febrúar og hefst kl. 17:00.