Skip to main content
search

Gallerí Jökull opnar í Ólafsvík

Um helgina opnaði nýtt gallerí við Norðurtanga 3 í Ólafsvík, í gömlu húsarkynnum Sjávarsafnsins.

Að galleríinu, sem hefur fengið nafnið Gallerí Jökull, standa 22 einstaklingar úr Snæfellsbæ sem munu selja handverk og vandað úrval af handunnum vörum frá fólki héðan af svæðinu.

Opið verður alla daga frá 11 – 18 í sumar.

Nánar má fylgjast með hópnum og galleríinu og Facebook þar sem má sjá fjölmargar myndir af fallegum vörum.