Skip to main content
search

Gangstéttir steyptar í Ólafsvík

Eins og glöggir vegfarendur í Ólafsvík hafa tekið eftir standa nú yfir endurbætur á gangstéttum víða í bænum. Í þessari atrennu á að steypa um 1100 metra af gangstéttum.

Búið er að slá upp fyrir steypu við Hjarðartún að hluta og verið að undirbúa jarðveg fyrir steypu á Bæjartúni og Kirkjutúni. Þá verður einnig steypt gangstétt við Sandholt, frá Grundarbraut að Klifbraut, og við gatnamót Sandholts/Skálholts og Sandholts/Þverholts.