Skip to main content
search

Gleraugnasöfnun Lions stendur yfir út október

Október er sjónverndarmánuður Lions.

Lionshreyfingin á Íslandi safnar núna gleraugum sem kunna að liggja ónotuð en geta komið öðrum að gagni. Sendum þau frá okkur til Danmerkur þar sem þau verða flokkuð og löguð ef með þarf og send áfram til þeirra sem á þurfa að halda.

Þið getið komið gleraugum til næsta Lionsfélaga sem þið þekkið eða í söfnunarkassa sem staðsettir eru í Apóteki Ólafsvíkur og Hraðbúðinni Hellissandi.

Gleraugnasöfnuninni lýkur 31. október 2020.

Lionsklúbburinn Rán,
Lionsklúbburinn Þernan,
Lionsklúbbur Nesþinga,
Lionsklúbbur Ólafsvíkur