
Að morgni 29. ágúst var efnt til vettvangsferðar á Hellissandi þar sem farið var yfir skipulag og hönnun á mögulegum göngustígum og rætt um svæðið við Höskuldsá.
Elízabet Guðný og Jón Rafnar, landslagsarkitektar frá Landslag – teiknistofu, tóku þátt í göngunni með bæjarstjóra, fulltrúum bæjarstjórnar og starfsfólki tæknideildar.