Skip to main content
search

Grunnskóli Snæfellsbæjar óskar eftir kennurum og þroskaþjálfa til starfa

Glaður hópur útskriftarnema úr Grunnskóla Snæfellsbæjar árið 2018.

Grunnskóli Snæfellsbæjar auglýsir lausar til umsóknar stöður kennara og þroskaþjálfa fyrir skólaárið 2022 – 2023.

Grunnskóli Snæfellsbæjar er þriggja starfsstöðva grunnskóli með um 220 nemendur. Starfsstöðvar hans eru í Ólafsvík, á Hellissandi og á Lýsu. Nánari upplýsingar um skólann eru á heimasíðu hans.

Auglýst er eftir fagfólki í eftirfarandi stöður norðan Heiðar (Ólafsvík og Hellissandi)

  • Umsjónarkennara í yngri deild (1. – 7. bekk)
  • Kennara í heimilisfræði
  • Íþróttakennara í 50% starf
  • Þroskaþjálfa í 100% starf

Auglýst er eftir kennurum við Lýsudeild skólans. Viðfangsefni eru kennsla yngri barn, list- og verkgreinar og tungumál í 5.-10. bekk. Um 90% starf er að ræða.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Leyfisbréf
  • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og góðir skipulagshæfileikar
  • Reynsla af teymisvinnu og áhugi á þróunarstarfi
  • Góð íslenskukunnátta er skilyrði

Laun eru samkvæmt kjarasamningum viðkomandi stéttarfélaga. Umsóknir sendist fyrir 20. apríl 2022 til skólastjóra Grunnskóla Snæfellsbæjar, Ennisbraut 11, 355 Snæfellsbæ eða á netfangið hilmara@gsnb.is.

Í þeim skulu koma fram upplýsingar um menntun, réttindi og starfsreynslu.

Upplýsingar veitir Hilmar Már Arason í síma 894-9903 eða hilmara@gsnb.is.