Skip to main content
search

Hafnarsjóður Snæfellsbæjar auglýsir laust starf á skrifstofu

Hafnarsjóður Snæfellsbæjar auglýsir 50% starf á hafnarskrifstofu laust til umsóknar. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Starfssvið:

  • Almenn skrifstofuvinna
  • Færsla bókhalds
  • Gerð reikninga
  • Skýrslugerðir
  • Undirbúningur funda
  • Önnur tilfallandi störf

Hæfniskröfur:

  • Stúdentspróf er kostur
  • Góð færni í Excel og almenn tölvufærni er æskileg
  • Þekking og reynsla af Navision er kostur
  • Sjálfstæð vinnubrögð, þjónustulund og skipulagshæfni er skilyrði

Laun eru greidd skv. kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Dala- og Snæfellsnessýslu.

Umsóknarfrestur er til og með 3. apríl 2020 og skal skila umsóknum til hafnarstjóra á netfangið bjorn@snb.is.

Nánari upplýsingar gefur hafnarstjóri í síma 433-6922 og 863-1153, netfang bjorn@snb.is.