
Snæfellsbær hefur skipulagt fjölskylduvænar göngur í september sem miða að því að efla heilsu og hvetja til útivistar. Um skemmtilegar gönguferðir í nærumhverfi íbúa er að ræða. Allar göngur eru stuttar og taka um 40-60 mínútur að undanskilinni göngunni þann 20. september. Gera má ráð fyrir að hún taki u.þ.b. tvær klukkustundir.
Tökum þátt, reimum á okkur gönguskó og njótum útivistar í góðum félagsskap.
10. september
Gengið um skógræktarsvæðið í Ólafsvík
Gengið frá íþróttahúsinu í Ólafsvík kl. 18:00
Leiðsögn: Hilmar Már Arason
20. september
Gengið á milli Arnarstapa og Hellna
Gengið frá höfninni á Arnarstapa
Leiðsögn í höndum landvarða
24. september
Gengið inn í Fögruhlíð
Lagt af stað frá íþróttahúsinu á Hellissandi kl. 17:35 og frá íþróttahúsinu í Ólafsvík kl. 17:45. Gengið frá Rauðskiðugili kl. 18:00
Leiðsögn: Árni G. Aðalsteinsson
30. september
Gengið um Hraunskarð og Krossavík
Gengið frá Tröð á Hellissandi kl. 18:00