Skip to main content
search

Heilsuefling eldri borgara í Snæfellsbæ

Á bæjarstjórnarfundi í gær, fimmtudaginn 30. janúar 2020, samþykkti bæjarstjórn að gera samning við Félag eldri borgara í Snæfellsbæ um aukna heilsueflingu íbúa Snæfellsbæjar eldri en 60 ára.

Samningurinn gerir ráð fyrir að stjórn Félags eldri borgara í Snæfellsbæ geri samning/samninga við líkamsræktarstöðvar sem sjá um sérstaka heilsueflingu eldri borgara, og að fengnum mánaðarlegum reikningi með lista yfir iðkendur þess mánaðar greiðir Snæfellsbær ákveðna upphæð fyrir hvern einstakling í Félagi eldri borgara sem stundar þá heilsueflingu sem í boði er á vegum félagsins. 

Í drögum að þessum samningi er gert ráð fyrir því að framkvæmd heilsueflingarinnar, upplýsingargjöf og hvatning verði alfarið í höndum stjórnar Félags eldri borgara í Snæfellsbæ.

Gert er ráð fyrir því að þetta sé tilraunaverkefni til eins árs og verði endurskoðað í janúar 2021.  Að tilraunatímabilinu loknu mun stjórn Félags eldri borgara upplýsa bæjarstjórn hvernig til tókst, hver ástundunin var og hvaða árangur hafi náðst.

Bæjarstjórn telur mjög mikilvægt að efla lýðheilsu og lífsgæði eldri borgara enn frekar og vonast til að þetta verkefni sé hvatning til þess.