Skip to main content
search

Heilsuvikan hefst föstudaginn 8. mars

Meðfylgjandi mynd var tekin á Heilsuvikunni árið 2018. Mikilvægt pizzamót í gangi.

Heilsuvika Snæfellsbæjar hefst á morgun og eru íbúar hvattir til að taka þátt í skipulagðri dagskrá með því að sækja þá viðburði sem boðið er upp á. Þess má einnig geta að frítt verður í sund alla daga sem Heilsuvikan stendur yfir og tilboð verður að finna á einhverjum veitingastöðum og verslunum. Dagskrá og tilboð verða auglýst daglega á Facebook-síðum Snæfellsbæjar og Heilsuvikunnar.

Hér að neðan má svo finna nokkra áhugaverða viðburði sem eru hluti af Heilsuvikunni og eru sérstaklega auglýstir á Facebook:

Go West býður í göngu að Snæfellsjökli

Fyrirlestur – Aukin útivera fjölskyldunnar. Hugmyndir og innblástur

Fyrirlestur með Pálmari Ragnarssyni um jákvæð samskipti

Fyrirlestur með Sölva Tryggvasyni um leiðir að bættri heilsu