Skip to main content
search

Heimgreiðslur til foreldra ungra barna

26/08/2020ágúst 27th, 2020Fréttir

Snæfellsbær vill minna foreldra ungbarna á að frá árinu 2016 hefur verið hægt að sækja um heimgreiðslur til sveitarfélagsins. Með þeim greiðir Snæfellsbær tiltekna upphæð beint til foreldra barna eftir að fæðingarorlofi lýkur og þar til barn fær innritun á leikskóla Snæfellsbæjar, oftast við tólf mánaða aldur.

Skilyrði fyrir heimgreiðslum

  • Heimgreiðslur eru háðar því að barn og foreldrar/forráðamenn séu með lögheimili og aðsetur í Snæfellsbæ.
  • Umsókn um leikskólapláss í Snæfellsbæ liggur fyrir, staðfest af leikskólastjóra.
  • Heimgreiðslur standa þeim eingöngu til boða sem ekki hafa fengið vistun fyrir barn sitt hjá dagforeldri með starfsleyfi eða í leikskóla.
  • Hægt er að sækja um heimigreiðslur þegar barn einstæðra foreldra hefur náð 6 mánaða aldri og barn foreldra í sambúð/hjúskap hefur náð 9 mánaða aldri.
  • Heimgreiðslur falla niður þegar barn verður átján mánaða gamalt eða þegar það fær inngöngu í leikskóla í Snæfellsbæ.

Til að sækja um heimgreiðslur þarf að fylla út meðfylgjandi umsóknir og skila þeim í afgreiðslu Ráðhúss Snæfellsbæjar.

Viðhengi:

Umsókn um vistun í leikskóla Snæfellsbæjar
Umsókn um heimgreiðslur
Reglur um heimgreiðslur