Skip to main content
search

Heimgreiðslur til foreldra

07/09/2018október 14th, 2019Fréttir

Snæfellsbær vill minna foreldra ungbarna á að frá árinu 2016 hefur verið hægt að sækja um heimgreiðslur til sveitarfélagsins. Með þeim greiðir Snæfellsbær tiltekna upphæð beint til foreldra barna eftir að fæðingarorlofi lýkur og þar til barn fær innritun á leikskóla Snæfellsbæjar, oftast við tólf mánaða aldur.

Til að sækja um heimgreiðslur þarf að fylla út meðfylgjandi umsóknir og skila þeim í afgreiðslu Ráðhúss Snæfellsbæjar.

Viðhengi:

Umsókn um vistun í leikskóla Snæfellsbæjar
Umsókn um heimgreiðslur
Reglur um heimgreiðslur