Skip to main content
search

Hönnun á tröppustíg á Saxhóli tilnefnd til verðlauna

Tröppustígurinn á Saxhóli í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli hefur hlotið mikið lof síðustu mánuði. Nú hefur teiknistofan Landslag, sem hannaði tröppustíginn fyrir Umhverfisstofnun, verið tilnefnd til virtra verðlauna, Rosa Barba European Landscape, fyrir hönnun hans. Þetta er fjórða tilnefning Saxhólströppustígsins til verðlauna á rúmu ári, en þessi talin þau stærstu.

Það er ánægjulegt þegar verkefni sem unnin eru innan sveitarfélagsins og í nágrenni þess takast vel til og ekki úr vegi að óska Landslag og Þjóðgarðinum til hamingju með þessa tilnefningu.