Skip to main content
search

Hraðhleðslustöð í Snæfellsbæ

Fyrsta hraðhleðslustöð Orku náttúrunnar á Snæfellsnesi var tekin í notkun í Snæfellsbæ í gær. Það var enginn annar en Þröstur Kristófersson frá Sandi sem renndi nýja tengitvinnbíl sínum í hlað og fékk fyrstu hleðsluna.

Hlaðan stendur við þjónustustöð Orkunnar í Ólafsvík og er eins og áður segir fyrsta hlaða ON á Snæfellsnesi. Á næstu dögum opnar önnur hleðslustöð við Ólafsbraut, fyrir utan Sker restaurant.

Á meðfylgjandi mynd eru Áslaug Thelma Einarsdóttir, forstöðumaður einstaklingsmarkaða ON, og Doddi í ÓK.

Lesa má nánar um málið á vef ON.