Skip to main content
search

Hugmyndasamkeppni um framtíðarútlit á Sáinu

Hvað vilt þú sjá á Sáinu?

Snæfellsbær efnir til hugmyndasamkeppni um framtíðarútlit á Sáinu í Ólafsvík.

Íbúar og aðrar áhugasamir geta sent inn grunnhugmyndir að útliti og notkun á Sáinu til 26. september 2021. Óskað er eftir því að innsendum hugmyndum fylgi textalýsing og uppdráttur að teikningu eins og viðkomandi sér svæðið fyrir sér.

Markmið hugmyndasamkeppninnar er að óska eftir hugmyndum frá íbúum sem sveitarfélagið getur haft til hliðsjónar við fjárhagsáætlunargerð næstu ára. Allir, ungir sem aldnir, eru hvattir til að taka þátt og koma sínum hugmyndum á framfæri.

Hugmyndasamkeppnin verður opin til 26. september 2021 og tekur Heimir Berg Vilhjálmsson, markaðs- og upplýsingafulltrúi Snæfellsbæjar, á móti hugmyndum á netfanginu heimir@snb.is.

Komdu þinni hugmynd á framfæri – þitt álit skiptir máli.