Skip to main content
search

Íbúafundur 3. maí 2021 vegna breytinga á aðalskipulagi Snæfellsbæjar á Hellnum

Mánudaginn 3. maí kl. 17:00 – 18:00 verður haldinn opinn kynningarfundur í gegnum fjarfundarbúnað þar sem drög/tillaga að breytingu aðalskipulags Snæfellsbæjar verður kynnt.

Breytingin felst í breyttri landnotkun á lóð Melabúðar 1 og á hluta jarðarinnar Gíslabæjar. Landnotkun Melabúðar verður breytt úr frístundabyggð í íbúðarbyggð. Svæði fyrir verslun og þjónustu (VÞ-6) á jörðinni Gíslabær er stækkað og nær nú einnig upp fyrir veg. Reitur fyrir verslun og þjónustu neðan vegar er 4.800 fm og heimilt byggingarmagn neðan vegar verði allt að 1.000 fm með nýtingarhlutfall allt að 0.21. Á reitnum má reka hótel, veitingaþjónustu eða aðra þjónustu sem samrýmist byggð á svæðinu. Ofan vegar stækkar svæði VÞ-6 og verður svæðið alls 35.000 fm eða 3.5 ha.  Þar verður heimilt að reisa átta smáhýsi vegna ferðaþjónustu, hvert allt að 40 fm að stærð.

Íbúar og hagsmunaaðilar eru hvattir til að taka þátt í fundinum og kynna sér skipulagshugmyndir strax á frumstigi. Hlekkur á fundinn verður aðgengilegur á facebooksíðu Snæfellsbæjar samdægurs. Tekið verður við ábendingum eftir fundinn til og með 9. maí 2021 á byggingarfulltrui@snb.is eða í Ráðhúsi Snæfellsbæjar, Klettsbúð 4, 360 Hellissandi.

Eftir kynninguna verða skipulagsgögn lögð fyrir bæjarstjórn til frekari afgreiðslu. Ákveði bæjarstjórn að auglýsa ofangreindar skipulagsbreytingar mun frestur til að gera athugasemdir vera að minnsta kosti 6 vikur.

Skipulags- og byggingarfulltrúi

Breyting aðalskipulags Snæfellsbæjar 2015-2031 á Hellnum