Skip to main content
search

Íbúafundur um sameiningartillögu fimmtudaginn 27. janúar

Boðað er til íbúafundar til kynningar á tillögu samstarfsnefndar um sameiningu Eyja- og Miklaholtshrepps og Snæfellsbæjar, sem kosið verður um þann 19. febrúar næstkomandi. Íbúafundurinn verður haldinn fimmtudaginn 27. janúar frá kl. 20:30 – 22:00, en í ljósi samkomutakmarkana verður fundurinn haldinn á fjarfundarkerfinu Zoom.

Tengil inn á fundinn og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni snaefellingar.is.