Skip to main content
search

Íbúafundur um sameiningartillögu og kynningarbæklingur

Rafrænn íbúafundur til kynningar á tillögu samstarfsnefndar um sameiningu Eyja- og Miklaholtshrepps og Snæfellsbæjar verður haldinn í kvöld, fimmtudaginn 27. janúar.

Fundurinn fer fram á fjarfundarkerfinu Zoom og stendur frá kl. 20:30 – 22:00.

Kynningarbæklingi vegna tillögunnar var dreift í öll hús í sveitarfélögunum tveimur með nýjasta tölublaði af bæjarblaðinu Jökli, en einnig er hægt að nálgast hann hér á síðunni.

Tengil inn á fundinn og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni snaefellingar.is.

Ítarefni: