Skip to main content
search

Íbúafundur vegna fjárhagsáætlunargerðar

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða á síðasta bæjarstjórnarfundi að halda opinn íbúafund vegna fjárhagsáætlunargerðar næsts árs.

Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 4. október næstkomandi í félagsheimilinu Klifi og hefst hann kl. 20:00. Íbúar Snæfellsbæjar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að fjölmenna á fundinn.